Síðasti fundurinn verður haldinn í Collecchio (Parma, Ítalíu) í apríl 2022 og miðar að því að meta árangur verkefnisins, afurðina og fara yfir niðurstöður. Skoðuð verða áhrif verkefnisins og skipulagt hvernig tryggja megi nýtingu afurðanna í framtíðinni. Fundurinn mun þjóna sem lokaviðburður verkefnisins, opinn mismunandi hagsmunaaðilum (nemendum og kennurum skóla, starfsfólki náttúruverndarsvæða, umhverfiskennurum, stofnunum), og afurðir verða kynntar. Hápunkturinn verður prófun á lokaútgáfu af leiknum í áskotun sem kölluð verður „Nature Park cup challenge“. Þar mætast nemendur, kennarar, starfsfólk náttúruverndarsvæða og etja kappi og hafa vonandi gaman af. Verðlaunin verða tignarleg, þ.e. sigurvegari verður titlaður: „Top Naturpark Manager“.