Á fundinum, sem áætlaður er í júní 2021, verður farið yfir stöðu mála og gangur verkefnisins metinn. Ísland er hvað ólíkast í náttúrulegum fjölbreytileika m.v. náttúru annarra samstarfslanda, þar á meðal heimskauta-eyðimörk og landskóga. Ekki nóg með það heldur einkennir eldfjallalandslag Ísland en bergrunnur er samsettur úr basalti. M2 mun einnig veita sýn í þær andstæður sem er að finna á þeim náttúruverndarsvæðunum sem taka þátt í verkefninu og átta sig á þeim fjölbreytileika sem evrópsk náttúra býr yfir.
Dagana 21. og 22. júní 2022 hittust samstarfsaðilar verkefnisins á Íslandi til að ræða framvindu yfirstandandi verkefna og skipuleggja ný fyrir næstu mánuði. Umhverfisstofnun, sá til þess að öllum samstarfsaðilum liði eins og heima hjá sér, þrátt fyrir að fyrir að margir þátttakendur hafi verið að heimsækja Íslandi í fyrsta skipti. Eftir að hafa unnið að verkefninu og skipulagningu næstu skrefa fóru þátttakendur í vettvangsferð í Þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi þar sem fundað var með þjóðgarðsverði. Ásamt því að kynna þjóðgarðsmiðstöðina sýndi hann þátttakendum áhugaverða staði í þjóðgarðinum og útskýrði starfsemi þjóðgarðsins og kynnti verksvið sitt. Kynni af störfum þjóðgarðsvarðar er mikilvægt innlegg fyrir áframhaldandi þróun leiksins.
Allt í allt var fundurinn á Íslandi ógleymanleg upplifun!