Skip to content

Um verkefnið

Bakgrunnur

Þær breytingar sem fylgdu COVID-19 hafa  flýtt mjög fyrir nútímavæðingu og stafrænni  umbreytingu m.a. innan menntakerfisins um alla Evrópu. Efling stafrænna lausna leiðir af sér möguleikann að veita hágæða stafræna menntun þar sem allir hafa jöfn tækifæri, óháð staðsetningu.

Á sama tíma eru umhverfismál ein stærsta áskorun samtímans og er greinilegur áhugi og vilji meðal ríkja um alla Evrópu að taka þátt í þróun tækja og áætlana til að auka meðvitund almennings um vernd umhverfisins.

Það er almennt þekkt á meðal  umhverfisfræðinga, kennara og annarra  þátttakenda  að enn er mjög erfitt að færa  umhverfisfræðslu til ungmenna á unglingastigi. Ein ástæðan er að eldri nemendur nýta aðrar samskiptaleiðir, hafa önnur áhugamál og byggja þátttöku sína á notkun nýrra miðla en fyrri kynslóðir og þróunin er hröð.

Þjóðgarðar og friðlýst svæði eru svæði þar sem atvinnustarfsemi eins og landbúnaður, ferðaþjónusta, timburvinnsla og fiskveiðar fara fram, en aðstæður krefjast þess í flestum tilfellum að á náttúruverndarsvæðum sé  stöðugs jafnvægis leitað milli athafna manna og verndunar líffræðilegs fjölbreytileika.

Verkefni hvers dags er að leita þess hvernig ná megi fram sjálfbærni.

Markmið

Áherslur verkefnisins eru í samræmi við  forgangsröðun Erasmus+ um að byggja upp getu til- og að innleiða lausnir til kennslu á netinu-, hvort sem er í blandaðri kennslu eða alfarið í fjarkennslu; að bæta stafræna hæfni kennara, sem gerir þeim kleift að veita hágæða fjarkennslu óháð staðsetningu nemenda; og að þróa og/eða nota stafrænt efni.

Samstarfið í verkefninu mun stuðla að tengslamyndun stofnana víðs vegar um Evrópska efnahagssvæðið, þar sem samnýting fjármagns og sérfræðiþekkingar skapa árangur. Samvinnan nær þvert á sérsvið þar sem sérfræðingar í stafrænum lausnum, sérfræðingar í menntavísindum ásamt starfsfólki friðlýstra svæða koma saman til að þróa sérsniðnar lausnir aðlagaðar að staðbundnum áskorunum og veruleika.

GET UP! eykur þekkingu og vitund um umhverfismál hjá framhaldsskólanemum, en þau eru næst til áhrifa í samfélaginu og á vinnumarkaði, auk þess að vekja áhuga þeirra á tungumálum og háttum nýrra miðla.

Reyndar er GET UP! Líka ætlað að efla þekkingu nemenda á áskotunum tengdum  náttúruvernd og jafnframt á staðbundnum og hnattrænum úrlausnarefnum. Verkefninu er einnig ætlað að kalla fram lausnarmiðaða hugsun nemenda hvort sem er varðandi upplýsingatækni eða stafræna menningu.

GET UP! Hefur þrjú meginmarkmið:

MARKMIÐ 1: Nýstárleg og stafræn margmiðlunlausn nýtt sem fræðslutæki fyrir framhaldsskólanema um þjóðgarða og náttúruvernd.

MARKMIÐ 2: Stuðla að verndun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúruverndarsvæða með  félagsleg og uppeldisleg gildi evrópsks menningararfs að leiðarljósi, ásamt sterkum tengslum við atvinnusköpun og hagvöxt.

MARKMIÐ 3: Efla færni kennarastétta og þekkingu í stafrænum tólum og nýtingu leikja við fræðslu (e. Gamefication).